Walden eftir Henry David Thoreau kom fyrst út árið 1854 undir titlinum Walden; or, Life in the Woods.
Thoreau byggði sér kofa í skóglendi við Walden Pond, á landareign vinar síns og lærimeistara, Ralph Waldo Emerson, nálægt Concord í Massachusetts-fylki. Í þessum kofa bjó hann í tvö ár, tvo mánuði og tvo daga, og lifði þar afar fábrotnu lífi í þessu náttúrulega umhverfi. Í Walden skrifar hann um þessa reynslu sína. Bókin felur í sér nokkurs konar sambland af sjálfsævisögu, andlegri leit og félagslegri tilraun, svo eitthvað sé nefnt.